Fljótasta mögulega mát í skák

Fljótasta mögulega mát í skák

CHESScom
CHESScom
1. jan. 2017, 13:58 |
18 | Fyrir Byrjendur

Hefurðu einhverntímann hugsað: "Hvað er fljótasta mátið í skák?" Það er tveggja leikja mát.

Tveggja leikja mátið (einnig þekkt undir því dónalega nafni bjánamát) er í raun hálf kjánalegt og krefst þess að þú eða mótherjinn leikið nokkrum mjög slæmum leikjum. Hvítur þarf fyrst að leika f-peðinu áfram um einn eða tvo reiti. Svartur þarf þá að leika e-peðinu áfram til að opna fyrir drottninguna. Hvítur þarf þá að leika g-peðinu tvo reiti áfram, til að leyfa svörtu drottningunni að komast á h4: mát!

Two-Move Checkmate

Hvernig getur hvítur komist hjá tveggja leikja mátinu? Með því að sleppa því að leika f-peðinu! Þetta er gott ráð fyrir nýja leikmenn. Að leika f-peðinu opnar hættulegar línur að kóngnum, og slíkt ætti að láta ógert meðan náð er tökum á leiknum. Ef þú leikur ekki f-peðinu, þá getur ekki einu sinni stórmeistari mátað þig í tveimur leikjum. 

Nú þegar þú veist af þessu máti, af hverju ekki að stofna aðgang að Chess.com og byrja að tefla? Það getur ekkert farið úrskeiðis!

Meira frá CHESScom
skák

skák

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?