Hvernig á að bæta sig í skák

Hvernig á að bæta sig í skák

CHESScom
CHESScom
1. mar. 2017, 00:00 |
19 | Fyrir Byrjendur

Hversu góður sem þú ert, þá getur þú alltaf bætt þig. Það getur verið bæði einfalt og skemmtilegt, ef þú temur þér rétta viðhorfið og réttu siðina. Til að bæta þig, þarftu að læra reglurnar, tefla heilan helling, fara yfir skákirnar þínar, æfa þig á þrautum, læra endatafl, sóa engum tíma í byrjanir, og skoða alla leiki tvisvar.

1. Vertu viss um að kunna reglurnar.
Það skiptir ekki máli hversu vel þú telur þig þekkja reglurnar, ef þú ert ekki reyndur skákmaður, þá er alltaf gott að rifja þær upp. Þetta á bæði við mannganginn sem og ýmsar sérreglur. Þú getur fundið þær hér.

2. Tefldu mikið.

Þú bætir þig ekki án endurtekningar. Tefldu við hvert tækifæri, hvar sem er í tölvunni, heima eða á ferðinni.

3. Skoðaðu skákirnar þínar og lærðu af þeim.

Að tefla án þess að skoða og yfirfara er tilgangslaust. Það eru fjölmörg mistök og tækifæri í hverri skák. Til þess að geta bætt þig þarftu að læra af hvoru tveggja. Sjálfvirk tölvugreining getur hjálpað þér við að skilja hverja skák sem þú teflir.

4. Notaðu þrautir.
Í þrautum færðu upp aðstæður sem koma upp í skákum. Það er svipað og að tefla nema hér eru bara aðalatriðin, þar sem þú ert með yfirhöndina. Prófaðu nokkrar fríar þrautir.

5. Lærðu endatafl.

Fæstir skákir enda snögglega. Flestar enda eftir að flestum mönnum hefur verið skipt upp. Þá standa eftir kóngur og peð eða örfáir aðrir menn. Þá snýst allt um að koma peði upp í borð og fá drottningu. Að ná tökum á endatafli, mun hjálpa þér að vinna margar skákir. Þú getur skoðað algengustu æfingar hér.

6. Ekki eyða tíma í að leggja byrjanir á minnið.

Margir leggja mikið á sig við að læra byrjanir utanbókar. En flestir kunna samt ekki mjög margar. Þess vegna eru líkurnar á að ein af byrjunum sem þú kannt komi upp ekki miklar. Og þess vegna er mun betra að kunna ákveðnar almennar reglur sem eiga við í byrjunum, og hafa ekki of miklar áhyggjur af minnisæfingum.

7. Skoðaðu alla leiki vel.

Mikilvægt er að forðast slæma leiki. Flestar skákir tapast á afleikjum. Svo athugaðu alltaf áður en þú leikur hvort kóngur sé ekki öruggur og hvort þú sért nokkuð að leika af þér mönnum.

Þegar þú ert tilbúinn til að bæta þig, skráðu þig á Chess.com og tefldu ókeypis!

Meira frá CHESScom
skák

skák

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?