Hvernig á að vinna skák

Hvernig á að vinna skák

CHESScom
CHESScom
1. jan. 2017, 00:00 |
32 | Fyrir Byrjendur

Hvernig vinnur þú skák?

Takmarkið er að máta andstæðinginn.

Mát á sér stað þegar kóngurinn getur ekki komið sér undan árás. Þá er skákinni lokið. En mát á sér ekki stað án undirbúnings.

Til að vinna skák þarftu að gera sex hluti:

1. Byrja vel
Markmið fyrstu leikjanna er að ná stjórn á borðinu. Mikilvægasti hluti borðsins er miðjan. Ef þú getur stjórnað miðjunni, þá getur þú stjórnað skákinni. Í stöðunni að neðan er hvítur með tvö vel staðsett peð, á meðan peð svarts hafa engin áhrif.

2. Ekki leika af þér mönnun

Uppskipti eru eðlilegur hluti af skákinni, en einungis ef skipt er á mönnum sem hafa sama gildi. Margir tapa vegna þess að þeir láta menn af hendi, en fá ekkert í staðinn. Hins vegar ættir þú að drepa þá menn sem andstðingurinn gefur (en passaðu þig á gildrum).

3. Komdu mönnunum í stöðu
Áður en þú getur ráðist á kónginn, þurfa mennirnir að vera í réttri stöðu. Þetta þýðir að þeir séu virkir og með marga kosti.

Peð stjórna reitum. Riddarar vilja vera á miðjunni, bisupar á löngum línum, hrókar á miðlínum eða opnum reitum. Drottningin á svo að vera tilbúinn til átaka.

4. Samstilltu árás á kónginn
Þú getur venjulega ekki mátað kónginn með einungis einum manni. Venjulega þarf samvinnu margra manna. Oft þarf mann til að skáka og annan til að valda þann sem skákar. Og stundum þarf fleiri menn til að fórna svo hægt sé að brjóta niður varnir andstæðingsins.

5. Gættu öryggis eigin kóngs

Stundum gleyma leikmenn sér við að reyna að máta kóng andstæðingsins. Mundu að andstæðingurinn er líka að reyna að máta þig. Gættu vel að öllum hættum sem hann skapar. Best er að koma kónginum fyrir á bak við nokkur peð. Í stöðunni að neðan er hvíti kóngurinn öruggur á meða sá svarti er berskjaldaður.

6. Vertu drengilegur

Þakkaðu andstæðingi fyrir skákina, hvernig sem hún fór. Sigur og tap eru bæði hluti af skákinni. Meira að segja bestu skákmenn heimsins tapa oft.

Sýndu af þér stórmennsku þegar allt er yfirgengið, og hugsaðu svo um það sem betur hefði getað farið.

Be a good sport.

Ef þú vilt fleiri ráð um skák, skráðu þig á Chess.com. Það er auðvelt og ókeypis!

Meira frá CHESScom
skák

skák

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?