ATH. Krafa er gerð um að keppendur fylli út formið á skak.is til að fá aðgang að "Skáksamband Íslands" klúbbnum sem heldur mótið.

Íslandsmótið í netskák 2020 – Brimmótið fer fram á netþjóninum Chess.com, miðvikudagskvöldið 29. apríl, kl. 19:30. Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í heimi en fyrsta mótið var haldið 1996 af Taflfélaginu Helli. Afar góð verðlaun eru á mótinu eða 200.000 kr.

 

Þátttökuréttur

 

Allir Íslendingar búsettir hérlendis og erlendis geta tekið þátt sem og erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis.

 

Tímasetning

 

Mótið hefst miðvikudaginn, 29. apríl kl. 19:30.